Árshátíð fimmtudaginn 21. mars - skipulag

Til foreldra og forráðamanna nemenda í Naustaskóla

Árshátíðarvika í Naustaskóla dagana 19. -  22. mars.

Fimmtudaginn 21. mars bjóðum við foreldrum og aðstandendum að koma og sjá nemendur stíga á svið. Sýndar verða fjórar sýningar þann dag kl. 9:00, kl. 12:00, kl. 15:00 og kl. 18:00. Foreldrar fá sendar upplýsingar um í hvaða sýningarhóp þeirra börn eru og á hvaða sýningum þau sýna. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar og rennur allur ágóði í ferðasjóð 10. bekkjar. Verð fyrir fullorðna er 1000 kr. og fyrir börn 500 kr. - hægt verður að greiða með greiðslukorti.

Á fimmtudeginum – sýningardegi, mæta nemendur einungis til að sýna en nemendur  í 1. - 3. bekk geta verið í Frístund frá 8:00 - 13:00 þann dag, skráning er óþörf.  Eftir hádegi er Frístund einungis opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.  Á föstudaginn ljúkum við þessari viku með rólegheitum inni á svæðum þar sem kennarar skipuleggja eitthvað skemmtilegt með nemendum. Við minnum á að skóla líkur kl. 12 á þann dag/föstudaginn 22. mars, en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Kökur fyrir kaffihlaðborðið

Sú hefð hefur skapast í Naustaskóla að hvert heimili kemur með einn rétt eða eina köku á hlaðborð en gestum árshátíðarinnar gefst kostur á að kaupa sér kaffi og með því í lok sýninganna. Ágóði kaffisölunnar rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en þau sjá um kaffisöluna ásamt foreldrum sínum. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel hingað til og vonum við að svo verði áfram. Næstu árgangar munu síðan njóta góðs af kaffisölu á árshátíðum í framtíðinni. Búið er að setja upp skipulag yfir hvað ætlast er til að hver árgangur komi með:

Bakstursplan árshátíð
1. bekkur Ósætt brauð t.d. Ávexti, skinkuhorn, flatbrauð, grænmeti
2. bekkur Muffins, pönnukökur, snúðar
3. bekkur Skúffukaka/súkkulaðikaka
4. bekkur Heitur réttur
5. bekkur Marens
6. bekkur Ósætt brauð t.d. Ávexti, skinkuhorn, flatbrauð, grænmeti
7. bekkur Muffins, pönnukökur, snúðar
8. bekkur Skúffukaka/súkkulaðikaka
9. bekkur Heitur réttur
10. bekkur Marens


Ef í skólanum eru fleiri en eitt barn frá sama heimili má velja hvorn réttinn það kemur með.
Við tökum á móti veitingum í heimilisfræðistofunni á milli kl. 8:15 -11:00 á árshátíðardaginn/ fimmtudaginn 21. mars.
Við biðjum ykkur að merkja ílát vel með nafni barns ykkar svo það skili sér aftur heim.
Verð fyrir fullorðna á kaffihlaðborðið er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir grunnskólanemendur.

Gleðilega páska!

Stjórnendur Naustaskóla.