1. maí hlaup 2016

Eins og undanfarin ár stendur UFA fyrir 1. maí hlaupi á Akureyri. Þrjár vegalengdir verða í boði, 5 km hlaup með tímatöku, 2 km krakkahlaup og 400 m leikskólahlaup.

Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km og er 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum.

 Keppni hefst kl. 12:00 í krakkahlaupinu en 12:45 í 5 km - en athugið að skráningu lýkur kl. 11:00.

 Skráning:

Keppnisgjöld eru mun lægri í forskráningu auk þess sem þeir sem skrá sig í forskráningu eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun.

Hægt er að forskrá sig á Hlaup.is til miðnættis föstudaginn 29. apríl. Einnig verður hægt að forskrá sig í Sportveri laugardaginn 30. apríl frá kl 12-15. Á sama tíma verður hægt að sækja keppnisgögn í Sportveri.

Á keppnisdag verður hægt að skrá sig í Hamri frá kl 9:30-11. Hægt verður að nálgast keppnisgögn þar til kl 11:30

 Þáttökugjöld

Börn kr. 1000 í forskráningu / kr. 2000 á hlaupadag


Fullorðnir kr. 1500 í forskráningu / kr. 2500 á hlaupadag


Fjölskylduafsláttur: Fjölskylda (foreldrar og börn) greiðir að hámarki kr. 3000 í forskráningu / kr. 4000 á hlaupadag.

 Verðlaun, viðurkenningar og veitingar


Allir þátttakendur fá Greifa-pizzusneið og hressingu frá MS í lok hlaups gegn afhendingu þátttökunúmers.

Allir þátttakendur í leikskólahlaupi og 2 km hlaupi fá viðurkenningarpening.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjá keppendur í eftirtöldum aldurshópum í 5 km hlaupinu:

11-12 ára (fæðingarár 2004-2005)

13-14 ára (fæðingarár 2002-2003)

15-16 ára (fæðingarár 2000-2001)

17 ára og eldri (1999-)

Þeir skólar sem eru með hæst hlutfall þátttakenda annars vegar í flokki fámennra skóla (1-99 nemendur) og hins vegar í flokki fjölmennra skóla (100 nemendur eða fleiri) hljóta veglegan farandbikar og eignabikar.

Þeir sem skrá sig í forskráningu eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun frá Sportveri.

Eftir hlaup þá geta þátttakendur tekið myndir af sér með pizzusneið og deilt á Facebook, Twitter eða Instagram með #greifapizza.  Greifinn velur svo 3 bestu myndirnar og fær viðkomandi í verðlaun út að borða á Greifann að andvirði 10.000 kr.