110 nemendur forskráðir

Nú hafa 110 nemendur verið forskráðir í skólann og skiptast þeir þannig á árganga:  Árgangur 2003 25 nemendur  Árgangur 2002 23 nemendur  Árgangur 2001 16 nemendur  Árgangur 2000 10 nemendur  Árgangur 1999 13 nemendur  Árgangur 1998 14 nemendur  Árgangur 1997 9 nemendur Að sjálfsögðu eru nokkrir enn að hugsa sig um og má því gera ráð fyrir að þessar tölur breytist eitthvað áður en upp er staðið.  Enn er hægt að forskrá nemendur með því að smella á hnappinn hér vinstra megin á síðunni en endanleg skráning/staðfesting fer svo fram í febrúar.  Fyrstu drög að skipan umsjónarhópa miðað við þessar nemendatölur gera ráð fyrir að í 1. bekk verði 2 umsjónarhópar með 12-13 nemendum í hvorum, í 2.-3. bekk verði þrír umsjónarhópar með um  13-14 nem. í hverjum, í 4.-5. bekk verði 2 umsjónarhópar með 12-13 nem. í hverjum og í 6.-7. bekk verði einnig tveir umsjónarhópar með um 12 nem. í hverjum hópi.  Meiri upplýsingar um kennsluskipan o.fl. eru væntanlegar hér inn á síðuna innan skamms.