20.03.2009
Eins og kunnugt er barst mikill fjöldi umsókna um
kennarastöður við skólann og hafa nú 11 umsækjendur verið valdir úr hópnum. Þessi hópur hefur að geyma afar fjölbreytta
þekkingu, reynslu og hæfileika og er hugmyndin að við getum í sameiningu annast kennslu í þeim námsgreinum sem krafist er og vonandi rúmlega
það :) Hér má sjá nöfn kennarahópsins auk þess hvernig hugmyndin er að umsjón
nemendahópsins skiptist á kennara;
Ása Katrín Gunnlaugsdóttir (umsjón í 6.-7. bekk)
Brynja Dögg Hermannsdóttir (umsjón í 1. bekk)
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (umsjón í 2.-3. bekk)
Halla Jóhannesdóttir (umsjón í 2.-3. bekk)
Heimir Örn Árnason (umsjón í 4.-5. bekk)
Hjördís Óladóttir (umsjón í 2.-3. bekk)
Hrafnhildur Georgsdóttir (umsjón í 1. bekk)
Karl Hallgrímsson (umsjón í 6.-7. bekk)
Lilja Þorkelsdóttir (umsjón í 1. bekk)
Sigurlaug Jónsdóttir (umsjón í 4.-5. bekk)
Örlygur Þór Helgason (umsjón með líkamlegu atgervi nemenda og starfsfólks :)
Nánari kynningar og myndir af starfsmönnum verða settar inn á síðuna á næstu dögum.