1. bekkur á álfaslóðum

Krakkarnir í 1. bekk hafa undanfarið verið að vinna verkefni sem fjalla um álfa og huldufólk.  Um daginn brugðu þau sér í gönguferð og þá vildi hið ótrúlega til að þau fundu alklæðnað af álfi við stóran stein hér í hverfinu. Og ekki nóg með það heldur fengu þau líka bréf frá honum Fróða Naustálfi sem býr víst hérna í nágrenninu.  Svona getur nú ýmislegt gerst í 1. bekk!  Hér má sjá myndir úr gönguferðinni og frá því þegar krakkarnir voru að segja skólastjóranum frá þessu öllu saman og sýna fötin og bréfið...