2.-3. bekkur sigurvegarar lestrarátaksins..

Að morgni dags þann 1. desember komu allir nemendur skólans saman á samverustund þar sem m.a. voru tilkynnt úrslit í lestrarátakinu okkar.  Átakið hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og í tvær vikur kepptust allir nemendur skólans við að lesa sem mest og skrá niður þær mínútur sem nýttar voru til lestrar.  Síðan voru reiknuð meðaltöl fyrir hvern námshóp og að lokum var niðurstaðan sú að það voru nemendur í 2.-3. bekk sem höfðu lesið lengst að meðaltali.  Fulltrúar þess hóps voru því kallaðir upp á svið þar sem þau veittu móttöku bikar í viðurkenningarskyni fyrir árangurinn og á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa hópsins með bikarinn góða.  Til hamingju og nú er um að gera að halda áfram að lesa af krafti og bæta færnina til framtíðar!