Umsóknarfrestur um kennarastöður við
Naustaskóla er nú runninn út og hafa borist 68 umsóknir um þær 10 stöður sem ráðið verður í. Ljóst er að
nokkurn tíma tekur að vinna úr umsóknunum og því er ekki gott að segja hvenær niðurstöður liggja fyrir. Skólastjóri
mun taka viðtöl við meirihluta umsækjenda og munu þeir verða boðaðir til viðtals á næstu dögum.