6. bekkur á sjó

Þeir fiska sem róa!
Þeir fiska sem róa!
Nemendur í 6. bekk fóru í siglingu með Húna II þann 1. september. Í ferðinni  kynntust nemendur sjávarútveginum og fræddust um lífríkið í sjó ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Rennt var fyrir fisk og gert að honum með tilheyrandi fróðleik. Að lokum var aflinn grillaður og smakkaður  um borð. Þetta var frábær ferð, enda lék veðrið við krakkana, og það voru glaðir og stoltir nemendur sem komu heim með dálítinn afla í nesti.  Smellið hér til að sjá myndir úr sjóferðinni..