Nemendum í 6. bekkjum bæjarins var á dögunum boðið í menningarhúsið Hof til að kynna sér starfsemina og þau ýmsu undur sem
húsið hefur að geyma. Þar fengu nemendur að fara um allt húsið þar sem almenningur stígur sjaldnast fæti svo sem bakvið og undir
sviðið, "upp í brú", þau fengu að kynnast því hvers ljósa- og hljóðkerfi hússins er megnugt, sáu dæmi um hvað
hægt er að gera með förðun o.s.frv.