"Heimasmíðuð" húsgögn

Í vetur var ákveðið að leitast við að þau húsgögn sem kæmu í skólann yrðu að verulegu leyti smíðuð hér á Akureyri, til að stuðla að atvinnusköpun í bænum.  Niðurstaðan var sú að eftir útboð var samið við SS-byggi um smíði á stærstum hluta þeirra húsgagna sem koma í skólann, þ.e. samtals rúmlega 300 borð, 115 hillur/hirslur af ýmsum gerðum og 20 "fjölnotakassa" sem er nýjung í húsgagnaflórunni í skólum hérlendis... Að auki verðum við svo með nóg af sófum, pullum, dýnum, hrúgöldum o.fl. til að leitast við að búa til sem fjölbreyttast námsumhverfi.  Nemendastólarnir koma hins vegar frá Þýskalandi og er þar um að ræða afar vandaða stóla sem komin er góð reynsla af en þeir eru þeim eiginleikum búnir að fylgja hreyfingum nemenda og liggja þar að baki miklar rannsóknir.  Hér má nálgast viðtal við ráðgjafa við hönnun þessara stóla...