13.09.2010
Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla verður haldinn í skólanum mánudaginn 13. september kl. 20:00-21:30. Á dagskrá verða
venjuleg aðalfundarstörf, kjör fulltrúa foreldra í skólaráð, umræður um foreldrastarf í hverjum árgangi/námshópi og
umræður um foreldrasamning Heimila og skóla, auk praktískra upplýsinga og tækifæra til fyrirspurna og umræðna.
Stuðningur foreldra og áhugi á skólamálum skilar sér bættri frammistöðu og
vellíðan barnanna okkar í skólanum. Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif
á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:
. Betri líðan barna í skólanum
. Aukinn áhugi og bættur námsárangur
. Aukið sjálfstraust nemenda
. Betri ástundun og minna brottfall
. Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
. Aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldis og menntunarhlutverkinu
Heimild: (Handbók Heimilis og skóla 2010).
Við viljum biðja foreldra sem hafa áhuga á að sitja í stjórn Foreldrafélagsins eða að vera bekkjarfulltrúar að senda póst
á Vöku Óttarsdóttur ritara félagsins (vaka@mentor.is) Enn eru laus sæti -fyrstur kemur fyrstur fær! Afar mikilvægt er að við
mótum frá upphafi þá hefð að foreldrar mæti á fundi Foreldrafélagsins og taki virkan þátt í starfinu. Því
leggjum við mikla áherslu á að allir nemendur skólans eigi fulltrúa á aðalfundinum!