Fjölmenni á aðalfundi!
Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla var haldinn 13. september sl. Mæting á fundinn var góð, þar mættu um 80 foreldrar. Á
fundinum var skipuð ný stjórn en hana skipa þau Ásdís Arnardóttir, Vaka Óttarsdóttir, Erla Rán Kjartansdóttir, Ingveldur
Sturludóttir og Höskuldur Jóhannesson. Varamenn eru Ásmundur Einarsson og Sigríður Ingólfsdóttir. Stjórn mun skipta með sér
verkum á fyrsta fundi, fundargerð aðalfundarins og ársskýrslu stjórnar félagsins má
sjá hér.
Á fundinum voru einnig skipaðir fulltrúar foreldra í skólaráð til næstu tveggja ára, það eru þær Sara
Stefánsdóttir og Vaka Óttarsdóttir.
Hins vegar vantar enn nokkra bekkjarfulltrúa. Þeir sem hafa áhuga á að gefa sig fram í það eru beðnir um að hafa samband við
Vöku Óttarsdóttur í netfanginu vaka@mentor.is