Aðalfundur Foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla verður haldinn þriðjudaginn 25. september kl. 20:00-22:00. Að minnsta kosti einn fulltrúi frá hverju heimili þarf að mæta á fundinn!  Fyrir fundinn, klukkan 19:00-20:00 verður opið hús þar sem foreldrar geta skoðað skólann og fengið sér molakaffi.  Kl. 20:00 hefst svo aðalfundurinn.  Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, ásamt kjöri fulltrúa í skólaráð, áætlað er að þeirri dagskrá verði lokið um 20:40.  Að því loknu býður Foreldrafélagið og Naustaskóli þeim foreldrum sem vilja sitja áfram uppá fræðslufyrirlestur um sjálfsstyrkingaraðferð er kallast Baujan. Til þess að kynna þetta fáum við hana Guðbjörgu Thoroddsen sem er höfundur þessarar aðferðar til okkar, hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um þetta efni á höfuðborgarsvæðinu en þessi aðferð er notuð í mörgum skólum þar. Ef þið viljið kynna ykkur þetta frekar bendum við á vefslóðina: www.baujan.is Naustaskóli leggur áherslu á þátttöku og áhrif foreldra, nýtum tækifærið og tökum þátt í að skapa gott og gagnlegt foreldrasamstarf.