Mennta- og
menningarmálaráðuneytið hefur nú birt endurskoðuð drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla á vefsvæði
sínu sjá
hér.
Fyrstu drög að almennum hluta námskrárinnar voru sett á vef ráðuneytisins sl. sumar og óskað var eftir athugasemdum. Fjölmargar
gagnlegar ábendingar og athugasemdir bárust. Einnig kynntu fulltrúar ráðuneytisins drögin á fundum með hagsmunaaðilum þar sem
leitað var eftir sjónarmiðum þeirra. Starfshópur á vegum ráðuneytisins hefur farið yfir allar ábendingar sem bárust og skilað
ráðuneytinu endurskoðuðum drögum. Þessi drög eru nokkuð breytt frá þeim fyrri, hér er m.a. að finna drög að
viðmiðunarstundaskrá og viðmiðunum fyrir námsmat við lok grunnskóla sem ekki voru í fyrri drögum. Unnt er að senda inn athugasemdir og
umsagnir á netfangið
namskra@mrn.is. Frestur til að skila umsögnum eða athugasemdum er til 1. maí 2011. Stefnt er
að því að gefa út nýjan almennan hluta aðalnámskrár grunnskóla haustið 2011. Vinna við greinahluta
aðalnámskrár er að hefjast og stefnt er að útgáfu þeirra í áföngum árið 2012.