Nemendur í 4.-5. bekk hafa að undanförnu unnið að stórskemmtilegu verkefni sem felst m.a. í að búa til eins konar bíla úr
kössum, fernum o.fl., bílarnir eru síðan látnir ganga fyrir mismunandi aflgjöfum eins og sjálfu þyngdaraflinu, blöðrum og
rafmagnshreyflum. Þessu fylgja síðan hinar ýmsu athuganir og útreikningar auðvitað! Hér má sjá nokkrar myndir frá verkefninu..