Ákveðið að fullgera miðrými skólans

Á fundi hjá stjórn Fasteigna Akureyrar föstudaginn 13. apríl var eftirfarandi bókað varðandi Naustaskóla: "Áframhald á umræðum um að flýta framkvæmdum við miðjurými skólans og lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar og Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla með rökstuðningi málsins.  Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við SS Byggi ehf um lúkningu á miðjurými skólans á grundvelli fyrirliggjandi einingarverða." Þetta þýðir að við megum eiga von á að hafa bæði matsal og samkomusal í skólanum okkar í haust.  Það eru miklar gleðifréttir fyrir okkur og mun gjörbreyta allri nýtingu á öðrum hlutum hússins og hafa í för með sér mikið hagræði fyrir nemendur og starfsfólk.  Frábærar fréttir!