Alþjóðlegt netöryggi - nemendasamkeppni

SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) efnir til samkeppni í samstarfi við Evrópusambandið um gerð veggspjalda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum. Samkeppnin er ætluð nemendum á aldrinum 5 til 8 ára, en þemað er „Hvernig sérð þú sjálfan þig á netinu? Er það öruggur staður?" Þátttakendur sem eru yngri en 9 ára geta sent inn veggspjöld (teikningar, smámyndasaga, plakat, ofl) til SAFT fyrir 1. apríl 2010. Einnig er efnt til netspurningasamkeppni, í samstarfi við Evrópusambandið, fyrir nemendur á aldrinum 9 til 15 ára. Hægt er að taka þátt sem einstaklingur eða bekkur. Samkeppnin fer fram hér: http://www.sid2010quiz.org/. Hægt er að fá nánari upplýsingar um samkeppnirnar með því að smella hér.