Í gær lést Eva Björg Skúladóttir námsráðgjafi eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún skilur eftir sig stórt skarð í Naustaskóla og er sárt saknað. Eva hafði einstaklega góða og hlýja nærveru sem hún nýtti vel í samskiptum við nemendur. Hún var mikil fagmanneskja og vann af heilindum og einurð að hagsmunum nemenda í samstarfi við starfsmenn skólans. Hún ásamt fleiri námsráðgjöfum var upphafsmaður að Starfatorgi, þar sem árlega fer fram kynning á starfsgreinum í atvinnulífinu fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskólans á Akureyri. Skólasamfélag Naustaskóla syrgir góðan námsráðgjafa, samstarfsmenn skemmtilegan vinnufélaga og góða manneskju. Starfsmenn Naustaskóla senda fjölskyldu Evu innilegar samúðarkveðjur.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is