Til foreldra og forráðamanna barna í Naustaskóla.
Í gær greindist ég með covid 19. Ég er því komin í einangrun og verð frá störfum næstu 14 daga. Samkvæmt ráðleggingum frá sóttvarnaryfirvöldum var búið að hólfa starfsfólk niður í sóttvarnarhólf með sér kaffistofum. Í samráði við sóttvarnalækni fara sjö starfsmenn í sóttkví í dag - allt starfsmenn sem hafa vinnuaðstöðu í stjórnendaálmunni. Þar á meðal er Aðalheiður aðstoðarskólastjóri og Kristjana ritari. Heimir deildarstjóri var í öðru sóttvarnarhólfi innan skólans og er því ekki að fara í sóttkví. Skólastarf helst að öðru leiti óbreytt og fleiri þurfa ekki að fara í sóttkví þar sem ég fór ekkert út úr mínu hólfi í gær og hitti ekki aðra en þá starfsmenn sem fara í sóttkví og enga nemendur.
Þessa vikuna sem Kristjana ritari verður í sóttkví biðjum við ykkur að nýta mentor ef skrá þarf veikindi eða biðja um leyfi þessa viku - einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Kristjönu; kristjana@akmennt.is eða senda tölvupóst á umsjónarkennara barnsins.
Ef hafa þarf samaband við stjórnendur má senda tölvupóst á Öllu á netfangið allas@akmennt.is og Heimi á netfangið heimirorn@akmennt.is.
Símanúmer Öllu er: 8628880
Símanúmer Heimis er: 8626352.
Við minnum svo á starfsdaginn á föstudaginn en þann dag er Frístund opin allan daginn.
Með von um skilning og gott samstarf á þessum erfiðu covid tímum.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is