Árshátíð Naustaskóla skólaárið 2015-2016 verður fimmtudaginn 17. mars. Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 13:30, kl. 15:30 og kl. 17:30. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar, verð fyrir fullorðna er 1000 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá sýningarhópa, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér...
Veitingaskipulagið á kaffisölu verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e. að öll heimili koma með einn rétt/köku. Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi:
1. Marens
2. Heitur réttur
3. Heitur réttur
4. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti
5. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti
6. Skúffukaka
7. Muffins
8. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka)
9. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka)
10. Marens
Móttaka veitinganna er í heimilifræðistofunni og koma þarf með veitingarnar fyrir kl. 12:00.
Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is