Árshátíð skólans var haldin 24. febrúar sl. og tókst svona líka glimrandi vel. Nær allir nemendur skólans stigu á stokk
og létu ljós sitt skína í hinum ýmsu uppfærslum. 1. bekkur sýndi leikrit um Bakkabræður, 2. og 3. bekkur sýndi leikrit sem byggt
var á bókinni Í Unugötu, 4.-5. bekkur gerðu landnáminu skil, 6.-7. bekkur settu upp Ávaxtakörfuna og 8. bekkur sýndi frumsamið
sakamálaleikrit. Hér má sjá myndir frá
árshátíðinni...