07.03.2013
Árshátíð Naustaskóla 2013 verður fimmtudaginn 7. mars.
Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 15:00, kl. 17:00 og kl. 19:00. Á milli sýninga verða seldar kaffiveitingar
á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 800 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500
kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið
raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér... Nemendur þurfa að mæta til sinna kennara 30 mínútum áður en
sýning þeirra hefst.
10. bekkur mun hafa opna sjoppu á árshátíðinni og meðal annars verða seldir kókosbollupakkar á 1000 kr. Þá verður
tekið á móti pöntunum á ís sem keyrður verður út fyrir páskana til áhugasamra...Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!