14.11.2013
Árshátíð Naustaskóla
haustið 2013 verður fimmtudaginn 14. nóvember. Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 15:00, kl. 17:00 og kl.
19:00. Á milli sýninga verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 800 kr. en fyrir börn
á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að
greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu
sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella
hér...
Veitingaskipulagið á kaffisölu verður það sama og í fyrra. Öll heimili koma með einn rétt/köku.
Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi:
1. heitur réttur
2. marens
3. flatkökur með áleggi
4. pönnukökur eða grænmeti /ávexti og ídýfur
5. skinkuhorn eða pizzusnúðar
6. skúffukaka
7. salat, kex og ostar
8. terta/kaka (ekki skúffukaka)
9. muffins
10. heitur réttur
Móttaka veitinganna er í heimilifræðistofunni og best væri að vera komin með þær fyrir kl. 14
Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!