24.02.2011
Árshátíð
Naustaskóla verður fimmtudaginn 24. febrúar. Um verður að ræða fjórar sýningar sem verða á efri hæð
skólans, á eftir hverri sýningu verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans til styrktar skólabúðaferð 7. bekkjar,
verð fyrir fullorðna er 500 kr. en fyrir börn 300 kr. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Hér á
eftir má sjá hvaða hópar sýna í hvert skipti og hvernig mælst er til að foreldrar skipti sér á sýningarnar:
Kl. 15:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 3. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 3. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn A-Í mæti
á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Kl. 16:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 2. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 2. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn K-Æ mæti
á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Kl. 17:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar og 6.-7. bekkjar (Miðað við að foreldrar 4. og 6. bekkja mæti á þessa sýningu)
Kl. 18:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar, 6.-7. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 5. og 7. bekkja mæti á þessa sýningu ásamt
þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!