22.07.2009
Eins og gefur að skilja er margt sem þarf í
einum skóla og sumt tekur nokkurn tíma að byggja upp, má þar nefna gott skólabókasafn. Amtsbókasafnið mun aðstoða okkur við
að koma upp nokkrum bókakosti til að byrja með en einnig biðjum við velunnara skólans að hafa augun opin fyrir því hvort á heimilum kunna
að leynast bækur sem ekki eru notaðar en gætu gagnast á skólasafni, allar slíkar gjafir eru afar vel þegnar. Þá má einnig
nefna að leikföng, kubbar, búningar og fleira af því tagi getur hæglega nýst frístund skólans....