30.03.2015
Barnaheill - Save the Children á Íslandi,
halda úti fræðsluvefnum http://www.verndumborn.is/ Samtökin hafa nú gefið út nýjan
upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum. Á verndumborn.is er að finna upplýsingar um vanrækslu og hvers kyns ofbeldi gegn börnum;
líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, um einelti, um ofbeldi á neti og um börn sem búa við ofbeldi á heimili. Þar eru upplýsingar um einkenni og
afleiðingar ofbeldis og hvert beri að leita ef grunur er um ofbeldi gegn börnum.
Smellið hér til að skoða bækling Barnaheilla..