Bólusetning við inflúensu

Bólusett verður við svínainflúensu í Naustaskóla föstudaginn 19. mars nk. Það eru skólahjúkrunarfræðingur og læknir sem annast bólusetninguna.   Foreldrar þurfa að láta vita með tölvupósti til skólahjúkrunarfræðings:  a) Ef búið er að bólusetja barnið b) Ef ekki á að bólusetja barnið. Ef enginn tölvupóstur berst er gert ráð fyrir að bólusetning sé samþykkt. Mikilvægt er að muna eftir að taka fram nafn og kennitölu nemandans þegar póstur er sendur, netfang Ingibjargar skólahjúkrunarfræðings er isi@akmennt.is