Bryndís ráðin deildarstjóri

Bryndís Björnsdóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda um stöðu deildarstjóra við Naustaskóla. Bryndís útskrifaðist sem þroskaþjálfi 1987, með B.A. próf í sérkennslufræðum frá KHÍ 1994 og með M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá HÍ snemma árs 2009. Hún starfaði sem þroskaþjálfi og kennari við Grunnskólann í Ólafsfirði 1987-1995, sem þroskaþjálfi og sérkennari við Síðuskóla 1995-1998, vann sem einhverfuráðgjafi og við undirbúning stofnunar sérdeildar í Síðuskóla fyrir einhverf börn 1998-1999, hún stýrði þeirri deild 1999-2006 og hefur verið fagstjóri í sérkennslu í Síðuskóla frá 2007. Í lokaritgerð hennar til M.Ed. gráðu fjallaði hún um áhrifaþætti á vinnubrögð kennara með fjölbreyttum nemendahópum.