Byrjendalæsi

Í yngri bekkjum skólans er unnið með kennsluaðferðina "Byrjendalæsi" en meginmarkmið þeirrar aðferðar er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni.   Kennsluaðferðin hefur verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu Eggertsdóttur. Gengið er út frá því börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið, hvetur þau til gagnrýninnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingarbærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, skilning og ritun af ýmsu tagi. Á vefsíðu Skólaþróunarsviðs er m.a. að finna Byrjendalæsisblaðið en þar má nálgast ýmsar upplýsingar um aðferðina sem gaman er að kynna sér.  Smellið hér til að skoða Byrjendalæsisblaðið...