Dagur íslenskrar tungu

Menntamálaráðherra hlýðir á upplestur 7. bekkjar
Menntamálaráðherra hlýðir á upplestur 7. bekkjar
Í tilefni af degi íslenskrar tungu kom menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, í stutta heimsókn til okkar.  Hún fylgdist m.a. með þegar nemendur í 7. bekk hófu undirbúning að Stóru upplestrarkeppninni með því að lesa fyrir 1. bekk.  Svo vel vildi til að fyrir valinu varð Þula eftir Theódóru Thoroddsen sem er einmitt langamma Katrínar.  Myndir frá upplestrinum má sjá hér.