Dagur læsis

Í dag, 8. september er alþjóðlegur dagur læsis, en frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað þennan dag málefnum læsis. Íslendingar taka sem fyrr þátt í þessum alþjóðlega degi með ýmsum hætti.  Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, skóladeild Akureyrarbæjar og Barnabókasetur Íslands starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama í sínu umhverfi.  Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburði dagsins.Í tilefni dagsins sendum við einnig til foreldra hugvekju frá fræðslustjóra Akureyrarbæjar en afrit af því bréfi má finna hér..