Danskur kennari í heimsókn

Þessar vikurnar erum við svo heppin að hafa hjá okkur danskan kennara til aðstoðar við dönskukennsluna í 7.-9. bekk.  Mette Lybæk hefur verið kennari í Danmörku í 10 ár. Þar kennir hún við grunnskóla í hjarta Kaupmannahafnar en hún hefur verið á Akureyri í vetur og kennt dönsku ásamt dönskukennurum hvers skóla. Þessar vikurnar eru hún semsagt við störf við Naustaskóla og hún verður með okkur fram í miðjan maí. Heimsókn hennar hingað er liður í samstarfi Menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um dönskukennslu íslenskra grunnskólabarna.  Í kennslunni er sérstök áhersla lögð á hið talaða mál. Óhætt er að fullyrða að bæði dönskukennarinn og nemendur Naustaskóla njóta góðs af innleggi Mette í starfið. Með því að smella hér má sjá bréf frá Mette þar sem hún gerir grein fyrir sjálfri sér og vistinni í Naustaskóla og á Akureyri.