Eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að til verkfalls komi hjá starfsfólki sem tilheyrir stéttarfélaginu Kili á mánudag og þriðjudag. Hjá okkur í Naustaskóla eru það ritari, tölvuumsjónarmaður og bókasafnsvörður sem fara í verkfall. Þetta mun að sjálfsögðu orsaka þjónustuskerðingu í skólanum þessa daga þar sem einungis skólastjóri má ganga í störfin. Af þessum sökum mun verða erfiðara að ná í skólann í gegnum síma þessa tvo daga og biðjum við foreldra og forráðamenn að skrá veikindi í gegnum Mentor. Einnig mun sund falla niður á mánudag og þriðjudag þar sem starfsfólk sundlaugarinnar fer einnig í verfall þessa tvo daga. Íþróttakennarar munu kenna börnunum í Naustaskóla í staðinn.
Með von um skilning á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.
Skólastjórnendur Naustaskóla.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is