Félagsstarf nemenda

Gert er ráð fyrir því að með tíð og tíma verði starfrækt félagsmiðstöð í Naustaskóla.  Núna fyrstu árin þurfa unglingarnir okkar hins vegar að mestu leyti að sækja slíka þjónustu til annarra félagsmiðstöðva í bænum.  8. bekkur fór í heimsókn um daginn og kynnti sér aðstöðuna í félagsmiðstöðinni Tróju en hún stendur þeim opin sem og aðrar félagsmiðstöðvar í bænum.  Gert er ráð fyrir að frá og með áramótum verði bætt við starfsmanni í hlutastarf hjá Tróju sem hafi m.a. það hlutverk að annast tengsl við Naustaskóla, sjá um mánaðarleg opin hús fyrir miðstig skólans o.fl.  Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar um Tróju...