Fiðla og fótstigið

Fiðla og fótstigið
Fiðla og fótstigið
Við fengum stórskemmtilega heimsókn í vikunni frá þeim Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara og Eyþóri Inga Jónssyni organista en þau héldu fyrir okkur tónleika sem þau kalla "Fiðla og fótstigið".  Þar er vísað til þess að þau spiluðu á fiðlu annars vegar en fótstigið orgel (harmóníum) hins vegar.  Flutt var tónlist eftir ýmsa meistara tónlistarsögunnar auk íslenskra þjóðlaga og fengu þá nemendur líka að taka undir með söng.