Um daginn komu nokkrir góðir gestir í heimsókn í 10. bekk en þar var um að ræða fulltrúa frá Fjármálavit sem
er verkefni á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja, en verkefnið miðar að því að auka fjármálalæsi
hjá ungu fólki. Verið er að kynna nýtt fræðsluefni og naut Naustaskóli þess heiðurs að vera einn af allra fyrstu skólunum sem
fengu þessa kynningu. Á vefslóðunum hér fyrir neðan má sjá annars vegar umfjöllun á N4 um málið og hins vegar
facebook-síðu verkefnisins þar sem er að finna umfjöllun og myndir frá heimsókninni til okkar.
http://www.n4.is/is/thaettir/file/fjarmalalaesi-unglingahttps://www.facebook.com/fjarmalavit