Á fundi þann 29. október sl. var
Foreldrafélag Naustaskóla stofnað. Markmið félagsins er að:
vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
Í stjórn félagsins voru kjörnir eftirtaldir:
Ásdís Arnardóttir
Elísa Tryggvadóttir
Hrafnhildur Örlygsdóttir
Jón Stefán Baldursson
Vaka Óttarsdóttir
Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum.
Varamenn: Heiðrún Ósk Steindórsdóttir og Erla Rán Kjartansdóttir
Á stofnfundi var samþykkt félagsgjald fyrir veturinn 2009-2010 og er það 2000 kr. á heimili.
Lög félagsins má nálgast hér.