01.04.2011
Foreldraverðlaun Heimilis og
skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí
næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja
athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Með
afhendingu verðlaunanna er vakin eftirtekt á því fjölbreytta starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og stuðlar að því
að efla jákvætt og öflugt samstarf heimila, skóla og samfélagsins. Fólk er hvatt til að líta eftir og tilnefna verðug verkefni
í sínu nærumhverfi. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu
Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er fimmtudagur 28. apríl
2011. Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 516 0100.