Forritunarkennsla í 7. bekk

Unnið að forritun..
Unnið að forritun..
Við fengum stórskemmtilega heimsókn í gær en þá kom Rakel Sölvadóttir  frá fyrirtækinu Skema og tók nemendur 7. bekkjar í tvær kennslustundir í forritun.  Þetta var hluti af verkefni á vegum SUT, sem eru samtök upplýsingatæknifyrirtækja, sem felst í að vekja áhuga nemenda á forritun og því að skapa sín eigin verk með hjálp upplýsingartækninnar í stað þess að vera eingöngu í hlutverki neytenda.  Forritunin fer fram í forritunarumhverfinu Alice en hugbúnaðinn getur hver sem er nálgast á slóðinni www.alice.org.  Einnig má fá nánari upplýsingar á vefnum www.skema.is.   Hér má svo sjá athyglisvert viðtal við kennarann, hana Rakel Sölvadóttur.