Forskráning nemenda í Naustaskóla

Naustaskóli verður hverfisskóli íbúa í Naustahverfi en í samræmi við stefnu Akureyrarbæjar eiga foreldrar nokkurt val um skóla fyrir börn sín. Formleg innritun í grunnskóla fer fram í febrúar/mars ár hvert. Vegna stefnumótunarvinnu og áætlanagerðar í vetur er hins vegar æskilegt að ljóst verði sem fyrst hvaða nemendur / hversu margir nemendur koma til starfa í Naustaskóla, og jafnframt hve mikið fækkar í öðrum skólum. Því eru þeir foreldrar sem gera ráð fyrir að senda börn sín í Naustaskóla beðin um að skrá þau með því að smella á tengilinn hér til hliðar. Upplýsingarnar verða notaðar til áætlanagerðar, auk þess sem haldið verður utan um netföng foreldra og þau notuð til að kalla eftir frekari upplýsingum og sjónarmiðum foreldrahópsins vegna stefnumótunarvinnu fyrir Naustaskóla, en stefna skólans verður mótuð í vetur í samstarfi við fulltrúa foreldra í skólaráði.
Eins og fyrr segir verður svo formleg innritun væntanlega í febrúar og þá er tækifæri til að gera endanlega upp hug sinn.
Þeir foreldrar sem áforma að senda börn sín í Naustaskóla eru því beðnir um að smella hér eða á hlekkinn hér vinstra megin á síðunni....