Með afhendingu verðlaunanna er vakin athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Fólk er hvatt til að láta málið til sín taka og líta eftir verðugum verkefnum í sínu nærumhverfi.
Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 10. maí.
Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 562 7475.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is