Fræðslufundur fyrir foreldra - Kvíði

Foreldrafélag Naustaskóla heldur fræðslufund í skólanum miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20 og verður umfjöllunarefni fundarins kvíði.  Á fundinum verður í bland hagnýt ráð, fræðsla og spjall. Flest okkar þurfa einhvern tímann að takast á við kvíða hjá börnunum okkar og hjálpa þeim að yfirstíga hann. Sem dæmi er hræðsla við að koma fram fyrir aðra, hræðsla við að gista annars staðar (s.s. keppnisferðir, skólaferðir, gista hjá vinum). Þá hafa börn oft áhyggjur af geitungum, sprautum, tannlæknum, blóðprufum, keppnum, prófum, Grýlu ásamt mörgu öðru.   Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur og sérkennari í Giljaskóla ætlar að hefja fundinn með stuttu innleggi um kvíða og hagnýtum ráðum varðandi það hvernig við getum hjálpað börnunum okkar að komast yfir ótta og áhyggjur af hinum ýmsu hlutum. Í kjölfarið verður boðið upp á kaffi og foreldrar geta skipt sér niður á borð og skipst á ráðum og hugmyndum. Vonumst til að sjá sem flesta og eiga góða og gagnlega kvöldstund saman, Stjórn Foreldrafélags Naustaskóla