5. bekkur Naustaskóla og Soffía fræðslustjóri
Soffía fræðslustjóri kom í heimsókn í 5. bekk á degi læsis og sótti til þeirra póstkort sem þau hafa skrifað á. Póstkortin eru síðan send til þeirra viðtakenda sem nemendur hafa sjálfir valið til að skrifa um mikilvægi læsis. Í leiðinni ræddu fræðslustjóri og nemendur að sjálfögðu um lestur og hve mikilvægt er að æfa sig í lestri eins og öðru sem maður vill vera góður í.. Hér eru myndir frá heimsókninni og eins og sjá má fór vel á með viðmælendum.