Fulltrúar Naustaskóla í söngvakeppni SAMFÉS

 

Naustaskóli átti 3 fulltrúa í söngvakeppni SAMFÉS sem fram fór í Laugardalshöll 5. mars sl. Það voru þeir Alexander Lobindzus Valdimarsson sem spilaði á píanó, Bjartur Geir Gunnarsson á trommur og Freyr Jónsson á selló. Saga Marie Petersson úr Lundarskóla sá um sönginn en þau fluttu lagið 7 years eftir Lukas Graham. Hér má sjá atriðið þeirra. http://krakkaruv.is/thattur/songkeppni-samfes-2016/troja-28