Fundir með foreldrum

Umræðu- og kynningarfundir með foreldrum verðandi nemenda í Naustaskóla verða haldnir sem hér segir: Verðandi 1. bekkur (árg. 2003) þriðjudaginn 13. janúar kl. 17:30-19:00 Verðandi 2.-3. bekkur (árg. 2001-2002) þriðjudaginn 13. janúar kl. 20:00-21:30 Verðandi 4.-5. bekkur (árg. 1999-2000) miðvikudaginn 14. janúar kl. 17:30-19:00 Verðandi 6.-7. bekkur (árg. 1997-1998) miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:00-21:30 Á fundunum verður rætt um stefnu skólans og leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum. Fundirnir eru haldnir í leikskólanum Naustatjörn. Athugið að foreldrar eru ekki bundnir af tímunum hér að ofan, t.d. eru foreldrar nemanda í 1. bekk velkomnir kl. 20 ef það hentar betur.  Ofangreind skipting er fyrst og fremst hugsuð til minnka hópana til að auðvelda umræður og skoðanaskipti. Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.