Kæru foreldrar barna á unglingastigi
Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi.
Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00
Fyrirlesturinn ber heitið „Vertu þú sjálfur“ og fjallar um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, læra á sjálfan sig og samþykkja sjálfan sig og fer Siggi yfir sína sögu og tengir hana við almennar hugleiðingar.
Umsögn frá Pétri Guðjóns viðburðastjóra VMA um fyrirlesturinn:
Fyrirlesturinn var sérlega lifandi og einlægur. Uppbyggingin var ákvaflega forvitnileg þar sem þú skynjaðir strax að áhugaverð saga vr sögð. Saga sem kemur við svo marga varðandi mannleg samskipti og líðan. Eftir að hafa setið aftarlega í salnum varð ég að færa mig fremst því það ver sannarlega óvenjulegt að hafa fullan sal af framhaldsskólakrökkum og það var ekkert svkvaldur og varla nokkur að skoða símann sinn. Þegar ég svo horfði framan í hópinn sem hlustaði á Sigga sá ég eftirvæntingu, áhuga og jafnvel gleði. Kannski var ástæða gleðinnar sú að þessir ungu og ómótuðu einstaklingar fundu von hjá sér við að hlusta á Sigga Gunnars. Vertu þú sjálfur er frábær fyrirlestur.
Vonumst til að sjá sem flesta
Fyrir hönd Samtaka,
Monika Stefánsdóttir, varaformaður
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is