Fyrirlestur - forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi

Mánudaginn 28. september kl. 15:00 býðst öllum foreldrum grunnskólabarna að koma á fyrirlestur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Fyrirlesarar eru Sigríður Björnsdóttir og Ingólfur Vilhelmsson hjá Blátt áfram Tími: 1½ klst. með umræðum  Staðsetning: Brekkuskóli Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem vinna með börnum og unglingum. Einnig fyrir foreldra og aðra sem bera ábyrgð á börnum. Við ræðum um forvarnarverkefnið Blátt áfram og hvernig hægt er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Svarað verður spurningum eins og hver eru merkin? Hvert á að leita hjálpar? Af hverju börnin segja ekki frá? Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin?
Kær kveðja
Gréta Kristjánsdóttir Forvarnarfulltrúi