Glaðir nemendur!
Þá eru fyrstu kennsludagarnir í skólanum okkar að baki og starfið hefur farið öldungis prýðilega af stað. Við tókum
því frekar rólega fyrstu dagana, kynntumst húsinu, umhverfinu og hvort öðru í rólegheitunum. Í næstu viku virkjum við
stundaskrána eins og hún á að vera með smiðjum, sund- og íþróttatímum, samverustundum o.s.frv. Nemendum, foreldrum og
starfsfólki eru færðar bestu þakkir fyrir þolinmæðina, góða skapið og þrautseigjuna fyrstu dagana. Hér má sjá nokkrar myndir úr starfinu..... er ekki lífið
dásamlegt?!