Góður árangur í Lego-keppninni

Legó-lið Naustaskóla 2015
Legó-lið Naustaskóla 2015
Þann 14. nóvember fór fram hin árlega "First Lego League" keppni í Háskólabíói.  Fjórða árið í röð átti Naustaskóli lið í keppninni og að vanda var okkar fólk skólanum til mikils sóma.  Gerðu þau góða ferð suður og lönduðu verðlaunum fyrir besta rannsóknarverkefnið en að auki fengu þau tilnefningu fyrir bestu hönnun á vélmenni.  Þetta er gríðarlega vel að verki staðið enda fer keppnin harðnandi og í þetta skiptið voru 22 lið í keppninni.  Á meðfylgjandi mynd má sjá liðið ásamt Magnúsi liðsstjóra sem hefur haft veg og vanda af þjálfuninni.  Til hamingju!