23.02.2010
Dagana 22. – 26. febrúar eru
"Góðverkadagar" haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“. Markmiðið er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að
láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk. Við í Naustaskóla
látum náttúrulega ekki okkar eftir liggja og reynum að leggja sérstaka rækt við góðverkin þessa daga. Á vefsíðunni
www.godverkin.is má fræðast nánar um verkefnið og þar má einnig skrá og fræðast um góðverk
af ýmsu tagi.